Réttindamál covid-sjúklinga í lamasessi

Sýnitaka á Suðurlandsbraut á tímum faraldursins.
Sýnitaka á Suðurlandsbraut á tímum faraldursins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef í gegn­um þetta ferli kynnst ungu fólki með langvar­andi covid sem var mjög virkt í sínu lífi, uppi á fjöll­um, hjólandi eða í rækt­inni, sem er núna eins og það sé á síðasta ævi­skeiðinu og eru sum með göngugrind eða í hjóla­stól,“ seg­ir Gunn­ar Helgi Guðjóns­son sem veikt­ist af langvar­andi covid fyr­ir þrem­ur árum.

Næsta laug­ar­dag, 15. mars, er alþjóðleg­ur vit­und­ar­vakn­ing­ar­dag­ur langvar­andi covid. Gunn­ar Helgi seg­ir að verið sé að stofna fé­laga­sam­tök­in Ský til að berj­ast fyr­ir rétt­ind­um fólks með langvar­andi covid.

Ak­ur­eyr­arklíník­in var stofnuð árið 2023 til að sinna fræðslu og ráðgjöf fyr­ir fólk með ME-tauga­sjúk­dóm­inn, en hún sinn­ir einnig langvar­andi covid sem hef­ur mjög svipuð ein­kenni.

Friðbjörn Sig­urðsson, lækn­ir á Ak­ur­eyr­arklíník­inni, seg­ir að biðlist­ar séu orðnir lang­ir og það þurfi að mæta þess­um hóp bet­ur, sem sé með eina mestu sjúk­dóms­byrði allra sjúk­linga.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert