70 til 80 skjálftar í hrinunni við Kleifarvatn

Skjálftahrina hófst við Kleifarvatn í gærkvöldi.
Skjálftahrina hófst við Kleifarvatn í gærkvöldi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Skjálftahrinan sem hófst við Kleifarvatn í gærkvöldi er hefðbundin Reykjanesskagahrina sem sést ansi reglulega að sögn Jóhönnu Malenar Skúladóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 

Skjálftarnir hafa verið á bilinu 70 til 80 talsins og hafa flestir verið mjög litlir en aðeins þrír þeirra hafa verið yfir 1 að stærð. Sá stærsti í hrinunni til þessa var 3 að stærð en sá skjálfti reið yfir klukkan 5:23 í morgun. 

Að sögn Jóhönnu eru litlar líkur á því að fólk finni fyrir skjálftunum.

Hún segir það alveg ljóst að skjálftarnir séu ekki merki um að kvikan sé að færast í einhverja ákveðna átt.

„Þetta er alls ekki merki um að kvikan sé að færast. Skjálftarnir eru að eiga sér stað á sprungu sem er vestan við Kleifarvatn á þekktri jarðskjálftasprungu og því er ekkert óeðlilegt að eiga sér stað,“ sagði Jóhanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert