Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar til Berufjarðar á Austurlandi vegna alvarlegs umferðarslyss.
Þetta staðfestir Ásegir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar.
Slysið varð í norðanverðum firðinum er tveir bílar rákust á.
Tilkynning barst Gæslunni klukkan 12.
Þyrlurnar eru nú á leið á vettvang.
Uppfært 13:03:
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi varð slysið á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi, skömmu fyrir klukkan 12 í dag.
Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.