Bænastund í Hrunakirkju vegna banaslyss

mbl.is/Sverrir

Bænastund verður haldin í Hrunakirkju nærri Flúðum vegna banaslyss sem varð í gær. 

Tveggja bíla árekstur varð á Hrunavegi við Flúðir í gærmorgun og var einn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi. 

Klukkan 11 mun séra Óskar H. Óskarsson leiða bænastund í Hrunakirkju, segir í Facebook-færslu kirkjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert