Bætir heldur í vind á morgun

mbl.is/Ólafur Árdal

„Skammt suðvestur af landinu er háþrýstisvæði sem stjórnar veðrinu hjá okkur í dag og næstu daga.“

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í dag er spáð suðvestlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Skýjað verður með köflum á norðanverðu landinu og dálítil él, en yfirleitt bjart í öðrum landshlutum.

Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig, en víða verður frost í nótt.

Á morgun bætir heldur í vind og má búast við 8-15 m/s síðdegis, en hægari sunnantil. Skýjað verður og sums staðar dálítil væta, en bjart að mestu austanlands.

Veður fer hlýnandi og verður hiti 4 til 12 stig seinnipartinn, mildast á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert