„Eins og að vakna upp í allt öðru lífi“

Helstu einkenni langvarandi covid eru örmögnun, heilaþoka og verkir. Það …
Helstu einkenni langvarandi covid eru örmögnun, heilaþoka og verkir. Það getur aukið á vandann að fara á hnefanum í líkamsþjálfun. Ljósmynd/Colourbox

„Ég fékk covid í fe­brú­ar 2022 og varð ekk­ert rosa­lega veik­ur, en var lengi veik­ur,“ seg­ir Gunn­ar Helgi Guðjóns­son, sem hef­ur glímt við langvar­andi covid í þrjú ár. „Svo hélt ég bara áfram að vera með hita, en píndi mig áfram, mætti í vinn­una, en var svo slæm­ur að ég gat varla haldið haus og sofnaði eig­in­lega í stóln­um.“ Í maí sama ár fór hann í veik­inda­leyfi og þá hafi þrauta­ganga hans milli lækna haf­ist, lýs­andi sjúk­dómi sem eng­inn vissi þá að væri til.

„Það gerðist ekk­ert fyrr en um haustið að lækn­ir­inn minn ákvað að skoða þetta bet­ur og þá fór ég á Reykjalund í end­ur­hæf­ingu. Það var að mörgu leyti gott, en pró­grammið var meira al­mennt úrræði held­ur en sér­stak­lega fyr­ir langvar­andi covid.“

Gunnar Helgi Guðjónsson
Gunn­ar Helgi Guðjóns­son Ljós­mynd/​Aðsend

Allt breytt­ist

Gunn­ar seg­ir að hann hafi alltaf verið mjög virk­ur, var bæði kokk­ur og graf­ísk­ur hönnuður. „Þegar ég veikt­ist var það eins og að vakna upp í allt öðru lífi, þar sem ég gat allt í einu ekki gert neitt af því sem ég var van­ur að gera,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það sé mikið áfall að þurfa að hugsa allt sitt líf upp á nýtt með til­liti til ör­mögn­un­ar og enda­lausra verkja.

„Svo ákveður maður að reyna að rífa sig upp og gera eitt­hvað af hefðbundn­um hlut­um eins og að taka til eða fara í göngu­túr til að reyna að hressa sig við. Það þýðir að næsta eða þarnæsta dag ligg­ur maður al­veg bakk eft­ir áreynsl­una. Það er eig­in­lega ekki hægt að skilja þetta nema að reyna það á eig­in skinni.“

Tveggja barna faðir

Lífið held­ur áfram þótt erfiður sjúk­dóm­ur hafi tekið yfir til­ver­una og Gunn­ar á tvær dæt­ur sem hann held­ur heim­ili fyr­ir milli þess sem þær eru hjá móður sinni. „Þegar ég var sem verst­ur voru þær minna hjá mér, en eru núna leng­ur, og ég ákvað strax að ég vildi nota alla mína orku í sam­veru með dætr­um mín­um.“

Það get­ur þó orðið erfitt, því ein­fald­ir hlut­ir eins og að koma mat­vöru úr versl­un upp í íbúð geta orðið snún­ir. „Stund­um neyðist ég til að skilja eft­ir poka neðst í stig­an­um, því ég ræð ekki við að halda á þeim upp í íbúð.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert