Frömdu starfsmenn Ríkisútvarpsins innbrot?

„Verknaðarlýsing ákvæðis almennra hegningarlega um húsbrot nær ekki til þess að brjótast inn í síma þannig að ef ég væri verjandi einhvers sem væri ákærður fyrir slíkt myndi ég andmæla því.“

 

Afritun fór fram í Efstaleiti

Þetta segir Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra sem átti símann sem starfsmenn RÚV veittu viðtöku í byrjun maí 2021 þegar hann lá sjálfur milli heims og helju á Landspítalanum. Það hefur fyrrum eiginkona Páls, sem afhenti þeim símann, staðfest í yfirheyrslum hjá lögreglu.

Eva er nýjasti gestur Spursmála.

Síminn var afritaður og gögnum úr honum dreift á fjölmiðlamennina Þórð Snæ Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Aðalstein Kjartansson. Þeir voru blaðamenn á Kjarnanum og Stundinni.

Ríkisútvarpið hefur verið í kastljósi síðustu vikur vegna aðkomu starfsmanna …
Ríkisútvarpið hefur verið í kastljósi síðustu vikur vegna aðkomu starfsmanna stofnunarinnar að byrlunarmálinu svokallaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sakborningar njóti vafans

„Og það er mikilvægt að sakborningur sé alltaf látinn njóta vafans og ef verknaðarlýsing refsilagaákvæða samræmist ekki brotinu þá eigi ekki að beita því,“ útskýrir Eva.

Þrátt fyrir það er hún á því að afritun símans sé ígildi húsbrots. Og hún segir mikilvægt að fá skorið úr því hvort fjölmiðlamenn megi afrita síma fólks án heimildar frá því.

„Ég er heldur ekkert viss um að það hefði verið góð niðurstaða í þessu tilviki að þessu fólki væri refsað. Það er mín persónulega skoðun. En það væri góð niðurstaða ef við fengjum algerlega á hreint hvort þetta má eða ekki og ég lít á þetta sem hliðstæðu húsbrots en ég tel ekki að hægt væri að beita ákvæðum hegningarlaga um húsbrot í þessu máli. Ég tel hins vegar að það væri hægt að beita ákvæðum laga um friðhelgi einkalífs.“

Viðtalið við Evu Hauksdóttur má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert