Þjóðvegi 1, skammt frá bænum Krossi, á milli Djúpavogs og Breiðdalvíkur var lokað í hádeginu í dag vegna alvarlegs umferðarslys þar sem einn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Hringvegurinn var opnaður aftur fyrir umferð í kvöld, en klukkan 18.18 var tilkynning þess efnis birt á vef Vegagerðarinnar.
Rannsóknardeild lögreglustjórans á Austurlandi og rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn á slysinu.