Þrjú umferðaróhöpp í nótt

Frá óhappinu sem varð á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi.
Frá óhappinu sem varð á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. mbl.is/Jón Kristinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna tveggja umferðaróhappa í umdæmi lögreglustöðvar 2 og hins þriðja í umdæmi lögreglustöðvar 4 í nótt.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, olli fyrri óhappið lítils háttar meiðslum á fólki en ökutækin urðu óökufær við óhappið.

Í hinu síðara valt bifreið og endaði á þakinu.

Í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, endaði ökumaður bifreiðar utan vegar. Engin slys urðu á fólki í því óhappi.

Ekki er greint nánar frá óhöppunum í dagbók lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert