Athöfnum fækkar hjá Siðmennt

Fólk er mögulega farið að sjá um athafnirnar á eigin …
Fólk er mögulega farið að sjá um athafnirnar á eigin vegum. mbl.is/Eyþór

Athöfnum á vegum Siðmenntar fækkaði um tæp 16% á síðasta ári en alls voru þær 452 árið 2024 samanborið við 536 árið áður.

Siðmennt er félag siðrænna húmanista og býður upp á trúarlega hlutlausa athafnaþjónustu fyrir húmanista og aðra sem standa á tímamótum, að því er segir á heimasíðu þeirra. Sér félagið um nafngiftir, borgaralegar fermingar, giftingar og útfarir.

Guðrún Þóra Arnardóttir, framkvæmdastjóri Siðmenntar, segir að nafngiftum og giftingum hafi fækkað en að svipuð aðsókn hafi verið í aðra athafnaþjónustu á vegum Siðmenntar og síðustu ár. Guðrún segist ekki vera með nákvæma útskýringu á því hvers vegna athöfnum hafi fækkað á milli ára. Segir hún mögulega ástæðu vera að fólk sé farið að sjá um athafnir eins og nafngiftir sjálft og sé þá ekki að fá athafnastjóra á vegum Siðmenntar fyrir tilefnið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert