Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjarlægði skráningarmerki af 25 bifreiðum í gærkvöld og í nótt ýmis vegna skorts á tryggingum eða trassi á aðal- og endurskoðun.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls eru 71 mál bókuð í kerfum lögreglu.
Lögreglan á lögreglustöð 1, sem sinnir Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi, fékk tilkynningu um árekstur og afstungu. Lögreglan leitaði tjónvalds sem fannst ekki.
Lögreglan á lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, fékk tilkynningu um slagamál á milli tveggja manna eftir atvik í umferðinni og er málið til rannsóknar.