Níu mál gegn ÍL-sjóði tekin fyrir í dag

Þegar fólkið yf­ir­tók lánin nam uppgreiðslugjald hátt í 12%. En …
Þegar fólkið yf­ir­tók lánin nam uppgreiðslugjald hátt í 12%. En þegar það tók við lánum við íbúðarkaup hafði lögunum verið breytt og hámarksuppgreiðslugjald þá orðið 1%. Hvort er þá rétt að miða við? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur tekur í dag fyrir níu mál sem höfðuð hafa verið gegn ÍL-sjóði. Tólf manns stefndu sjóðnum á þeim for­send­um að upp­greiðslu­gjald á lán­um hans væri ólög­mætt.

Íbúðalána­sjóður var sýknaður af kröfum í málinu í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í febrúar í fyrra.

All­ir þess­ir ein­stak­ling­ar höfðu yf­ir­tekið lán sem upp­haf­lega voru tek­in á ár­un­um 2007-2008. Þeir höfðu aftur á móti tekið við lán­un­um við íbúðar­kaup eft­ir að ný lög um neytendalán tóku gildi árið 2013.

1% eða 12%?

Ágrein­ing­ur­inn snýr að upp­greiðslu­gjaldi lán­anna og hvort rétt sé að miða við eldri lána­skjöl. Þannig bera lán sem tek­in voru á ár­un­um 2007-2008 allt að 12% upp­greiðslu­gjald en samkvæmt neyt­endaláns­lög­um sem tóku gildi 2013 er há­marks upp­greiðslu­gjald lána 1%.

Vildu ein­stak­ling­arn­ir tólf sem stefndu ÍLS meina að með við yf­ir­töku lán­anna hafi stofn­ast nýtt skulda­sam­band sem gerði það að verk­um að upp­greiðslu­gjaldið ætti að vera 1%.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði þó ÍLS af kröf­unni og sitja lán­tak­end­ur því uppi með hin háu upp­greiðslu­gjöld.

Í febrúar 2023 féll dóm­ur í Hæsta­rétti um upp­greiðslu­gjald Íbúðalána­sjóðs en þá snéri ágrein­ing­ur að lög­mæti upp­greiðslu­gjalds­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert