Ökumaðurinn sem lést við Flúðir var á níræðisaldri

Maðurinn bjó í Hrunamannahreppi og í gær var haldin bænastund …
Maðurinn bjó í Hrunamannahreppi og í gær var haldin bænastund í Hruna­kirkju vegna slyssins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á níræðisaldri lést í árekstri á Hruna­vegi við Flúðir á laugardag. Kona á áttræðisaldri var í hinum bílnum.

Árekstur tveggja bíla varð á Hruna­vegi á laugardagsmorgun, 8. mars.

Ökumaður jeppabifreiðar lést í slysinu en hann var á níræðisaldri, að sögn Sveins Kristjáns Rún­ars­sonar, yf­ir­lög­regluþjóns á Suður­landi.

Eiga eftir að taka skýrslu af konunni

Maðurinn bjó í Hrunamannahreppi og í gær var haldin bænastund í Hruna­kirkju vegna slyssins.

Í hinum bílnum var kona á áttræðisaldri en Sveinn segir ástand hennar stöðugt. Hann kveðst þó ekki viss hvort hún væri enn á spítala eða komin heim til sín.

Rannsóknin er enn á frumstigi, að sögn Sveins Kristjáns, og enn á eftir að taka skýrslu af konunni.

Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert