Skorar á Gísla að segja frá fundi

Valdimar Olsen.
Valdimar Olsen.

„Ég skora á Gísla að segja undanbragðalaust frá fundi sínum með sakborningunum þennan dag og hvað þeim fór á milli,“ segir Valdimar Olsen í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, en Valdimar var einn þriggja manna sem sátu að ósekju í gæsluvarðhaldi, bendlaður við aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar árið 1974.

Vísar Valdimar til greinar á mbl.is frá 16. febrúar sl. þar sem rætt var við Gísla og þar minnst á Geirfinnsmálið.

Í greininni segir Valdimar frá því að Gísli Guðjónsson, þá nemi í sálfræði en nú prófessor emeritus í sálfræði við King‘s College-háskólann í London, hafi farið í Síðumúlafangelsið 31. desember 1976 ásamt sakadómara og fengið að fara inn í klefa til eins sakborninga til að framkvæma lygamælingu. Hann hafi ekki verið í hópi rannsóknarmanna og furðu veki að fangelsisyfirvöld hafi heimilað honum það. Með heimsókninni hafi hann orðið vanhæfur í öllu því sem að rannsókn málsins sneri.

Segir Valdimar að ekki dugi Gísla að bera fyrir sig trúnað við skjólstæðinga, þar sem hann hafi ekki verið orðinn sálfræðingur þegar þar var komið sögu. Hann spyr hvað Gísli hafi gert fyrir rannsókn Geirfinnsmálsins, en skilja megi af fyrrnefndri grein að hann teldi sig eiga heiðurinn af lausn málsins sem ekki sé rétt, enda málið enn óleyst.

„Að mínu mati þarf að vinna þetta mál aftur. Annars verður það til eilífðar óklárað og með enga niðurstöðu,“ segir Valdimar í greininni. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðínu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert