Íslenska ríkið ekki leitað sátta

Helgi Pétursson og Grái herinn í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2021.
Helgi Pétursson og Grái herinn í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska ríkið hef­ur ekki leitað sátta í skerðing­ar­máli Gráa hers­ins gegn því. Tel­ur Grái her­inn ríkið brjóta á stjórn­ar­skrár­vörðum eigna­rétti líf­eyr­istaka en málið verður tekið til efn­is­meðferðar hjá Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu (MDE).

Er málið var tekið fyr­ir hér á landi féll úr­sk­urður rík­inu í vil, bæði í héraðsdómi og Hæsta­rétti.

Máls­höfðun Gráa hers­ins er reist á því sjón­ar­miði að með skerðingu op­in­berra líf­eyr­is­greiðslna í hlut­falli við rétt­indi, sem elli­líf­eyr­istak­ar hafa áunnið sér í líf­eyr­is­sjóðum með vinnu­fram­lagi sínu og iðgjöld­um, sé gengið gegn stjórn­ar­skrár­vörðum eign­ar­rétti líf­eyr­istaka. Tel­ur Grái her­inn að skerðing­in nemi allt að 56,9% af greiðslum úr líf­eyr­is­sjóði.

„Get­um við ekki bara sest niður og rætt þetta?

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Helgi Pét­urs­son, formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara, sem Grái her­inn heyr­ir und­ir, að MDE hafi beðið um svör við þrem­ur spurn­ing­um sem varða málið og bæði Grái her­inn og ríkið þurfi að svara.

Dóm­stóll­inn veitti rík­inu frest til 11. mars til að leita sátta í mál­inu. Aðspurður seg­ir Helgi það hafi verið vilji Gráa hers­ins lengi en ekki raun­gerst.

„Við erum nátt­úru­lega búin að biðja um það í mörg ár. Get­um við ekki bara sest niður og rætt þetta?“

Skoða hvort skerðing­ar­regl­ur hafi mis­munað elli­líf­eyris­tök­um

Hann seg­ir nú að lög­fræðing­ar Gráa hers­ins muni skila inn svör­um við þeim spurn­ing­um sem MDE leit­ast eft­ir og ger­ir ráð fyr­ir að ríkið geri hið sama.

Þar sem ekki hef­ur verið leitað sátta í mál­inu munu aðilar máls­ins nú fá 12 vikna frest til þess að skila inn grein­ar­gerð þar um.

Í til­kynn­ingu frá Grá hernn­um í janú­ar kom fram að MDE muni af­marka um­fjöll­un sína við nán­ar til­greind álita­efni, þ.e. hvort skerðing­ar­regl­urn­ar frá 2017/​18 hafi mis­munað elli­líf­eyris­tök­um eft­ir því hvort líf­eyr­is­rétt­indi þeirra voru í sér­eign­ar- eða sam­eign­ar­sjóðum; og/​eða með því að ákv­arða frí­tekju­mark þeirra sem enn höfðu at­vinnu­tekj­ur miklu hærra en þeirra sem ein­göngu fengu greitt úr líf­eyr­is­sjóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert