Starfsfólk Bakkavarar búið að semja

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson

Verkfalli starfsmanna Bakkavarar í Bretlandi er lokið. Verkfallið hefur staðið yfir í nær sex mánuði en nú hafa starfsmenn samþykkt tilboð fyrirtækisins.

Breska ríkisútvarpið greinir frá og kemur þar fram að lægst launaða starfsfólkið hlýtur 7,8% launahækkun en aðrir 6,4% hækkun.

Mættu til vinnu 4. mars

Um var að ræða verkfall starfsfólks í verksmiðju fyrirtækisins í Spalding í Lincolnshire-sýslu í Bretlandi og hafði verkfallið staðið yfir síðan í september. Voru um 450 manns sem mættu ekki til vinnu.

Að sögn svæðisstjóra verkalýðsfélagsins Unite the union, Sam Hennessey, var haldin kosning á meðal félagsmanna í kjölfar nýs tilboðs sem var samþykkt og mættu starfsmenn aftur til vinnu 4. mars. 

Starfsfólk Spalding-verksmiðjunnar mótmælti fátæktarlaunum á Granda í nóvember í fyrra.
Starfsfólk Spalding-verksmiðjunnar mótmælti fátæktarlaunum á Granda í nóvember í fyrra.

Endalok erfiðra tíma

Tilboðið um launahækkanirnar var lagt fram af Bakkavör í október og var upprunalega hafnað af starfsfólkinu.

Talsmaður Bakkavarar segir það ánægju að samningar hafi náðst. Það ljúki erfiðum tímum fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins í Spalding.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert