Tillagan meira í takti við sjónarmið lífeyrissjóða

Bjarni hafði lagt til slit ÍL-sjóðs en nú er lagt …
Bjarni hafði lagt til slit ÍL-sjóðs en nú er lagt til að greiða kröfuhöfum yfir 650 milljarða króna með útgáfu skuldabréfa og með öðrum leiðum. Samsett mynd

Fram­kvæmda­stjóri Gild­is seg­ir að til­laga ÍL-sjóðs og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins end­ur­spegli „sterka“ stöðu skulda­bréfa­eig­enda í mál­inu. Til­lag­an sé enn frem­ur meira í takti við sjón­ar­mið líf­eyr­is­sjóða held­ur en það sem Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hafði lagt upp með.

„Við vor­um all­ir sjóðirn­ir að fá í morg­un fyrstu til­lögu sem kem­ur frá ráðgjöf­un­um. Þannig að við eig­um eft­ir að leggja mat á þá til­lögu sem er fram kom­in,“ seg­ir Davíð Rúdólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is í sam­tali við mbl.is.

ÍL-sjóður og ráðuneytið sendu frá sér til­kynn­ingu í morg­un þar sem lagt er til að ÍL-sjóður og ríkið af­hendi kröfu­höf­um sín­um skulda­bréf upp á 540,4 millj­arða króna.

Kröfu­haf­arn­ir fengju einnig önn­ur verðbréf að verðmæti 38 millj­arða króna, reiðufé í gjald­eyri að verðmæti 55 millj­arða króna og 18 millj­arða í ís­lensk­um krón­um.

Upp­hæðin myndi því nema sam­tals 651,4 millj­örðum ef kröfu­haf­arn­ir (líf­eyr­is­sjóðir) samþykkja til­lög­una.

Til­lag­an er lögð fram eft­ir vinnu 18 ráðgjafa líf­eyr­is­sjóða og viðræðunefnd fjár­málaráðherra.

„Ekki út­gangspunkt­ur­inn í þess­ari til­lögu­gerð“

Bjarni Bene­dikts­son hafði sem fjár­málaráðherra lagt fram áforma­skjal um fram­lagn­ingu laga­frum­varps á Alþingi sem hefði heim­ilað slit og upp­gjör ÍL-sjóðs. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir tóku ekki vel í þá til­lögu en Bjarni sagði mark­miðið vera að draga úr tjóni skatt­greiðenda og kom­andi kyn­slóða um leið og skuld­bind­ing­ar rík­is­sjóðs væru virt­ar.

Spurður hvort að, út frá hans sjón­ar­hóli, þessi til­laga sé betri en það sem Bjarni Bene­dikts­son hafði lagt áherslu á seg­ir Davíð:

„Já, ég held að það sé al­veg óhætt að segja að upp­leggið sem slíkt er klár­lega miklu meira í takti við þau sjón­ar­mið sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir höfðu varðandi stöðu mála í upp­hafi. Og end­ur­spegl­ar þá sterku stöðu sjóðirn­ir hafa all­an tím­ann haldið fram að skulda­bréfa­eig­end­ur hefðu í þessu máli. Að sama skapi er til­tölu­lega aug­ljóst að út­gangspunkt­ur­inn sem lagt var af stað með af hálfu fjár­málaráðuneyt­is­ins [und­ir stjórn Bjarna], hann er ekki út­gangspunkt­ur­inn í þess­ari til­lögu­gerð,“ seg­ir Davíð.

Til­laga sem þarf að rýna vel

ÍL-sjóður varð til við upp­skipt­ingu Íbúðalána­sjóðs og var stofnaður með lög­um sem tóku gildi 31. des­em­ber 2019. Var hann stofnaður með það að mark­miði að lág­marka áhættu rík­is­sjóðs í tengsl­um við úr­vinnslu og upp­gjör á upp­söfnuðum fjár­hags­vanda Íbúðalána­sjóðs.

Til­lög­urn­ar verða lagðar fyr­ir fund skulda­bréfa­eig­enda til samþykkt­ar, en samþykki 75% kröfu­hafa þarf til. Davíð seg­ir að reiknað sé með fundi 10. apríl.

„Þetta er stórt mál, háar fjár­hæðir og að ein­hverju leyti til­laga sem þarf að rýna vel. Það mun ör­ugg­lega taka sjóðina ein­hverja daga að mynda sér af­stöðu,“ seg­ir Davíð.

Verði til­lög­urn­ar samþykkt­ar mun fjár­mála- og efna­hags­ráðherra í fram­haldi sækja heim­ild til Alþing­is til að ljúka upp­gjör­inu með frum­varpi til fjár­auka­laga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert