Ásgeir: Betri niðurstaða en leið Bjarna

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu á …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. mbl.is/Hákon

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir frétt­ir gær­dags­ins um mögu­legt sam­komu­lag milli rík­is og líf­eyr­is­sjóða um upp­gjör á ÍL-sjóði vera góðar frétt­ir og betri en þá niður­stöðu að fara með sjóðinn í þrot líkt og stefnt hafði verið að áður með til­heyr­andi áhættu.

Þetta var meðal þess sem kom fram á opn­um fundi í efna­hags- og viðskipta­nefnd þar sem rætt var um síðasta rit Pen­inga­mála Seðlabank­ans, stöðu pen­inga­stefn­unn­ar og ýms­ar áskor­an­ir sem nú standa henni fyr­ir hönd­um.

Upp­gjör upp á 651 millj­arð

Arna Lára Jóns­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Ásgeir um af­stöðu hans til þeirra til­lagna sem ÍL-sjóður og fjár­málaráðuneytið settu fram, en þær komu fram í kjöl­far vinnu viðræðunefnd­ar 18 líf­eyr­is­sjóða, sem eiga kröf­ur á hend­ur ÍL-sjóði, og fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Var þar lagt til að ÍL-sjóður og ríkið muni af­henda kröfu­höf­un­um skulda­bréf upp á 540 millj­arða, önn­ur verðbréf upp á 38 millj­arða, reiðufé í gjald­eyri upp á 55 millj­arða og 18 millj­arða í ís­lensk­um krón­um, sam­tals eign­ir upp á 651 millj­arð.

Arna Lára Jónsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Samfylkingarinnar.
Arna Lára Jóns­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Há­kon

Betri niðurstaða en að fara með sjóðinn í þrot

Ásgeir svaraði því til að hann teldi slíkt upp­gjör vera já­kvætt. „Eft­ir því sem við sjá­um þá er þetta upp­gjör við Íbúðalána­sjóð góðar frétt­ir og að ein­hverju leyti betri niðurstaða en að fara með sjóðinn í þrot eins og stefnt var að,“ sagði Ásgeir.

Vísaði hann þar til hug­mynda Bjarna Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra, sem hafði lagt til áforma­skjal um fram­lagn­ingu laga­frum­varps á Alþingi sem hefði heim­ilað slit og upp­gjör ÍL-sjóðs, en líf­eyr­is­sjóðirn­ir tóku ekki vel í þá til­lögu og var lík­legt að slík leið hefði endað í mála­ferl­um með til­heyr­andi óvissu fyr­ir alla málsaðila.

Tel­ur leiðina ekki hafa áhrif á vaxta­lækk­un­ar­ferlið

Ásgeir seg­ir að með nýju leiðinni sé verið að gefa út skulda­bréf sem verði selj­an­leg og að gott sé fyr­ir líf­eyr­is­sjóðina að hreinsa nú­ver­andi bréf ÍL-sjóðs úr eigna­safn­inu og eyða áhætt­unni. Seg­ir hann þess­ar frétt­ir því í meg­in­at­riðum vera til­tölu­leg­ar góðar frétt­ir.

Þá sagði Ásgeir að hann sæi ekki að upp­gjörið og út­gáfa rík­is­ins á nýj­um skulda­bréf­um myndi hafa áhrif á vaxta­lækk­un­ar­fer­il bank­ans, alla­vega ekki til skemmri tíma. Hef­ur bank­inn síðan í nóv­em­ber lækkað stýri­vexti sína úr 9,25% niður í 8% og sagðist Ásgeir á fund­in­um bú­ast við frek­ari lækk­un verðbólgu og að bank­inn reyndi að lækka vexti sam­hliða því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert