„Bendir margt til að verðbólga sé að hækka úti“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu á …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu á fundinum í morgun. mbl.is/Hákon

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir að hót­an­ir um tolla­stríð séu að rjúfa fram­leiðslu­keðjur er­lend­is og hækka kostnað og það gæti gerst að aft­ur fari að sjást hækk­andi verðbólga er­lend­is líkt og gerðist eft­ir far­ald­ur­inn, þegar all­ar fram­leiðslu­keðjur fóru úr lagi. Slík­ar hækk­an­ir gætu auk þess smit­ast til Íslands í formi hærra verðs á vör­um sem flutt­ar eru inn.

„Bend­ir margt til að verðbólga sé að hækka úti,“ sagði Ásgeir á opn­um fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, í morg­un þegar hann svaraði spurn­ingu Vil­hjálms Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hafði Vil­hjálm­ur bent á að verðbólga hefði hækkað í Nor­egi úr 2,3% upp í 3,6% og það væri meðal ann­ars drifið af hækk­andi fram­leiðslu- og launa­kostnaði inn­an­lands. Spurði hann hvort bú­ast mætti við svipuðu hér á landi, sér­stak­lega í ljósi ný­gerðra kjara­samn­inga.

Seðlabank­ar úti farn­ir að ótt­ast vaxta­hækk­an­ir á ný

„Það sem ég heyri úti, bæði í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu, er að seðlabank­arn­ir eru farn­ir að ótt­ast að geta ekki lækkað meira [stýri­vexti]. Í Banda­ríkj­un­um eru þeir farn­ir að velta fyr­ir sér að seðlabank­inn fari að hækka aft­ur vexti,“ sagði Ásgeir.

Benti hann þó á að staðan í Evr­ópu og á öðrum Norður­lönd­um væri öðru­vísi en á Íslandi. Þar hefði verið lít­ill sem eng­inn hag­vöxt­ur eft­ir far­ald­ur­inn, en hér á landi hafi verið 20% hag­vöxt­ur árin 2021-2023 og Ísland þegar end­ur­heimt hag­vöxt­inn frá því fyr­ir far­ald­ur.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Há­kon

Allt önn­ur staða víða um Evr­ópu en á Íslandi

Þannig nefndi Ásgeir að Svíþjóð hefði í raun verið í niður­sveiflu og norska og sænska krón­an fallið nokkuð. Þá hefði kaup­mátt­ur launa víða um Evr­ópu, öf­ugt við á Íslandi, lækkað veru­lega og launþegar því ekki fengið launa­hækk­an­ir í takt við verðbólg­una sem gekk yfir á und­an­förn­um árum. Sagði hann ekki óal­gengt að um væri að ræða 5-10% minni kaup­mátt.

Á Íslandi hefði launa­fólk að sögn Ásgeirs hins veg­ar fengið verðbólg­una bætta og gott bet­ur en það. Sagði Ásgeir að fram und­an gætu verið launa­hækk­an­ir í Evr­ópu, en þar væri nú vinnu­afls­skort­ur og ekki ólík­legt að fólk myndi reyna að sækja kjara­bæt­ur eft­ir síðustu ár. Stutta svarið væri því að verðbólgu­horf­ur væru að versna úti.

Inn­flutt­ar vör­ur eins og bíl­ar og þvotta­vél­ar

Hækki verðbólg­an úti get­ur það leitt til kostnaðar­hækk­ana hér á landi, sér­stak­lega á inn­flutt­um vör­um og nefndi Ásgeir bíla og þvotta­vél­ar sem dæmi um vör­ur sem Íslend­ing­ar þyrftu að flytja inn og gætu orðið fyr­ir þess­um áhrif­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert