Harður árekstur norðan Akureyrar

Áreksturinn átti sér stað á fimmta tímanum í dag á …
Áreksturinn átti sér stað á fimmta tímanum í dag á þjóðveginum norðan Akureyrar. mbl.is/Þorgeir

Harður árekstur varð milli tveggja bíla á þjóðveginum við Kræklingahlíð rétt norðan Akureyrar á fimmta tímanum í dag.

Annar bíllinn var kyrrstæður en ökumaður hugsðist beygja út af hringveginum er hinn bíllinn skall aftan á honum.

Ökumenn bílanna voru einir á ferð og slösuðust ekki alvarlega. Þó voru þeir fluttir á sjúkrahús til skoðunar að sögn Árna Páls Jóhannssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Akureyri.

Löng bílaröð myndaðist í báðar áttir á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert