„Þetta er ákvörðun um sjálfskaða“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu á …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu á fundinum í morgun. mbl.is/Hákon

Sú póli­tíska veg­ferð sem far­in er af stað með hót­un­um um tolla­stríð er í raun veg­ferð þar sem undið er ofan af þróun síðustu hálfu öld­ina sem hef­ur „leitt til gríðarlegr­ar vel­meg­un­ar um all­an heim og lyft millj­ón­um fólks úr sárri fá­tækt og leikið lyk­il­hlut­verk að lækka verð á vör­um.“ Ljóst er að tolla­stríð „mun auðvitað skaða okk­ur öll“ og leiða til lang­tímaskaða.

Þetta var meðal þess sem Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu, sagði á opn­um fundi í efna­hags- og viðskipta­nefnd í morg­un.

Þór­ar­inn og Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri fóru þar meðal ann­ars yfir alþjóðleg­ar horf­ur og mögu­leg áhrif alþjóðlegra vend­inga á verðlag hér heima fyr­ir. Sagði Ásgeir að auk­inn óstöðug­leiki gæti leitt til færri ferðamanna frá Banda­ríkj­un­um sem væri eitt­hvað sem Íslend­ing­ar þyrftu að hafa áhyggj­ur af.

Fyrst og fremst hækk­un á vöru­verði

Ásgeir sagði að vend­ing­arn­ar und­an­farið gætu fyrst og fremst komið fram í hækk­un­um á vör­um. Nefndi hann að í Norður-Am­er­íku hefði um langt skeið verið byggt upp eitt viðskipta­svæði milli Mexí­kó, Banda­ríkj­anna og Kan­ada þar sem fyr­ir­tæki skipu­legðu fram­leiðslu sína yfir lönd­in þrjú. Ódýrt hrá­efni væri fyr­ir norðan, ódýrt vinnu­afl fyr­ir sunn­an og Banda­rík­in svo í miðjunni.

Nefndi hann að bíla­fram­leiðend­ur sendu vara­hluti fram og til baka eft­ir því hvað væri hag­kvæm­ast, en að með því að rífa þess­ar keðjur í sund­ur myndi koma til gríðarleg­ur kostnaður.

Sama ætti við ef viðskipti yfir hafið til Evr­ópu myndu drag­ast sam­an, þá væri hægt að sjá mikla hækk­un á vöru­verði.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sátu …
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri og Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu, sátu fyr­ir svör­um á fundi nefnd­ar­inn­ar. mbl.is/​Há­kon

Lönd eins og Ísland verðtak­ar á er­lend­um mörkuðum

Nefndi hann þá að Ísland gæti lent á milli ef til tolla­stríðs kæmi og lagðir væru toll­ar á út­flutn­ings­vör­ur Íslands. Sagði Ásgeir að lít­il lönd, eins og Ísland, væru verðtak­ar á er­lend­um mörkuðum og ef til tolla­stríðs kæmi væri lík­legt að slík­ur kostnaður myndi lenda á Íslandi. Tók hann hins veg­ar fram að ekk­ert væri ljóst í þess­um efn­um og þetta væru bara vanga­velt­ur.

Þurf­um að hafa áhyggj­ur af færri heim­sókn­um

Ásgeir sagði svo að allt tal um tolla hefði nú þegar orðið til þess að Kan­ada­menn ferðuðust síður til Banda­ríkj­anna og keyptu síður banda­rísk­ar vör­ur. Sama ætti við um Banda­ríkja­menn sem væru að fresta ferðalög­um til Kan­ada. Enda væri það þannig að óvissa leiddi til þess að fólk minnkaði ferðalög og tæki aðrar stærri ákv­arðanir eins og að kaupa hús, eða velja að fara á eft­ir­laun.

Benti Ásgeir á að ferðaþjón­ust­an á Íslandi væri að miklu leyti byggð á ferðamönn­um frá Banda­ríkj­un­um og ef óstöðug­leiki væri þar gæti það komið fram í færri heim­sókn­um til Íslands. „Það er eitt­hvað sem við þurf­um helst að hafa áhyggj­ur af,“ sagði hann.

„Seðlabank­ar geta voðal­ega lítið gert við þessu“

Þór­ar­inn sagði að það að vinda ofan af því viðskipta­kerfi sem hafi verið byggt upp síðustu ára­tugi í heim­in­um myndi leiða til lang­tímaskaða og að seðlabank­ar gætu lítið gert til að bregðast við því.

„Seðlabank­ar geta voðal­ega lítið gert við þessu. Þetta er ákvörðun um sjálf­skaða. Það er lítið sem við get­um gert, sér­stak­lega ef það hæg­ir á sama tíma á efna­hags­um­svif­um og verðbólga fer af stað,“ sagði Þór­ar­inn.

Ákvarðanir tekn­ar „á klukku­tíma fresti.“

Fór hann yfir það hvernig tolla­stríð gæti haft þau áhrif að heims­hag­vöxt­ur færi niður á við og það gæti haft áhrif á út­flutn­ing Íslands þar sem eft­ir­spurn eft­ir vör­un­um væri minni. Það myndi leiða til minni hag­vaxt­ar og að vör­ur er­lend­is frá yrðu dýr­ari. Til viðbót­ar gætu toll­ar á okk­ur aukið þessi áhrif enn frek­ar.

Sagði Þór­ar­inn jafn­framt vanda­samt að fylgj­ast með og meta stöðuna ná­kvæm­lega, þegar svo virt­ist sem ákv­arðanir væru tekn­ar um þetta „á klukku­tíma fresti.“ Tók hann þó fram að bank­inn væri að meta og greina mögu­leg áhrif tolla­stríðs á ís­lensk­an þjóðarbú­skap.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert