Það verður víða bjartviðri í dag en framan að hádegi verður skýjað og smá súld vestanlands. Hitinn verður 3 til 10 stig að deginum og verður hlýjast suðaustanlands.
Á morgun verður norðvestlæg átt, 5-13 m/s, hvassast út við sjávarsíðuna. Það verður skýjað að mestu, en yfirleitt bjart suðaustan til. Hitatigið verður 1 til 9 stig og verður mildast syðst á landinu.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að skammt suðvestur af landinu sé kyrrstæð hæð, en skammt suður af Jan Maye sé smálægð, sem hreyfist suðaustur á bóginn. Vestlæg átt leikur því um landið, sums staðar allhvöss eða hvöss norðan til og jafnvel hvassara í vindstrengjum við fjöll.