Vilja sjá áætlun um vegaúrbætur vestra

Stjórn SSV, ásamt 11 bæjar- og sveitarstjórum, fundaði með forsætis- …
Stjórn SSV, ásamt 11 bæjar- og sveitarstjórum, fundaði með forsætis- og samgönguráðherra vegna ástandsins í vegamálum á Vesturlandi. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV, ásamt 11 bæjar- og sveitarstjórum fundaði með forsætis- og samgönguráðherra í stjórnarráðinu í gær vegna ástandsins í vegamálum á vesturhluta landsins.

Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Guðveig Lind Eyglóardóttir, formaður stjórnar SSV, sögðust í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn vera bjartsýn á að gripið yrði til aðgerða.

Fundurinn var í framhaldi af bréfi sem sveitar- og bæjarstjórar á Vesturlandi sendu sameiginlega oddvitum ríkisstjórnarinnar til að ávarpa það neyðarástand sem er í vegamálum á Vesturlandi.

Öryggis- og atvinnumál

Guðveig segist skilja að allir séu orðnir meðvitaðir um að grípa þurfi til ráðstafana vegna ástandsins.

„Þetta snýst ekki bara um öryggi vegfarenda heldur snýr þetta líka að atvinnulífinu á svæðinu um flutning verðmæta í gjaldeyrisöflun fyrir land og þjóð.“

Spurð hvort einhver tala hafi verið nefnd um að grípa til nauðsynlegra aðgerða segir Páll að engin tala hafi verið nefnd en Vegagerðin sé búin að meta hvað þurfi að gera.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert