Ef Ísland þróaði sérhæfðan hátæknivæddan varnarher væri mikilvægt að hann sinnti fyrst og fremst eftirliti og gæslu íslenskra hafsvæða, segir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann á Bifröst, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Bjarni segir slíkur her gæti brugðist við ógnum á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum og stutt þannig við varnarstefnu NATO. Þótt herinn væri ekki stór yrði hann háþróaður og nýtti nýjustu tækni til að greina óeðlilega starfsemi í lofti og á láði. Ísland gæti þá eflt stöðu sína sem áreiðanlegur bandamaður.
„Hernaðarlegur viðbúnaður í nútímanum snýst ekki eingöngu um að hafa sterkan landher eða flota heldur einnig um að tryggja að ríki geti brugðist við fjölbreyttum áskorunum, hvort sem þær eru hefðbundnar eða óhefðbundnar,“ segir Bjarni.
Lesa má grein Bjarna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag