Ríkjandi hugmynd á Íslandi sem er misskilningur

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri fjölluðu um …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri fjölluðu um peningastefnu á fundinum í morgun. mbl.is/Hákon

„Sú hug­mynd hef­ur verið ríkj­andi á Íslandi að ef þú bara hækk­ar laun ein­hverr­ar stétt­ar eða eyk­ur fram­lög­in til stofn­ana þá fáir þú allt í einu miklu meira út úr þeim. Það er mis­skiln­ing­ur.“

Þetta var meðal þess sem Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri sagði á opn­um fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar í gær. Var hann þar að svara spurn­ingu Rögnu Sig­urðardótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um áhrif aðgerða fyrri og nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar og lagði hún sér­staka áherslu á mögu­leg­ar hagræðing­araðgerðir sem nú­ver­andi rík­is­stjórn­in hef­ur talað fyr­ir.

Hefðu átt að draga fyrr úr covid-aðgerðum

Ásgeir byrjaði á að segja að eft­ir á að hyggja hefði þáver­andi rík­is­stjórn átt að draga úr covid-aðgerðum fyrr en gert var. Vísaði hann sér­stak­lega til árs­ins 2022 og sagði að eft­ir á hefði komið í ljós að hag­vöxt­ur væri heil 9%. „Það er sú gagn­rýni sem fyrri rík­is­stjórn verður að taka til sín,“ sagði hann.

Sagði hann Seðlabank­ann ann­ars al­mennt ánægðan með fyr­ir­hugaða rík­is­fjár­mála­reglu þar sem koma ætti að reglu um raunút­gjalda­vöxt í stað þess að horfa mest til skulda­hlut­falla.

Anna María Jónsdóttir og Ragna Sigurðardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar.
Anna María Jóns­dótt­ir og Ragna Sig­urðardótt­ir, þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Há­kon

Það hef­ur skort á þetta aðeins“ 

Ásgeir sagði að per­sónu­lega teldi hann einnig mik­il­vægt fyr­ir hið op­in­bera að bæta rekst­ur­inn meðal ann­ars með að setja ár­ang­ur­s­viðmið. „Hvað er ríkið að kaupa, hvað er það að fá fyr­ir pen­ing­ana. Það hef­ur skort á þetta aðeins,“ sagði hann.

Nefndi Ásgeir þessa fyrr­nefndu rang­hug­mynd sem hann sagði vera ríkj­andi á Íslandi og bætti við að það þurfi alltaf að vera sett ein­hver mark­mið þegar kæmi að rekstri. Benti hann á að pen­inga­stefnu­nefnd væri að vinna út frá verðbólgu­mark­miði og fengi skamm­ir ef ekki næðist ár­ang­ur. Sagði hann mik­il­vægt að huga að því hvernig ár­ang­ur næðist þegar op­in­bera kerfið væri skoðað.

Sam­eina hags­muni rík­is­starfs­manna og hins op­in­bera

„Svo þarf að huga að mannauðsstefnu rík­is­ins, hvernig hægt er að sam­eina bet­ur hags­muni rík­is­starfs­manna og hins op­in­bera. Það er ekki aug­ljóst fyr­ir mér að það sé endi­lega núna,“ bætti Ásgeir við um það sem hann kallaði óum­beðna ráðgjöf sína í þess­um efn­um. Að lok­um sagði hann líka mik­il­vægt að finna rými fyr­ir fjár­fest­ingu í innviðum lands­ins.

Frá fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun.
Frá fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar í morg­un. mbl.is/​Há­kon

Áhyggj­ur af stöðu sveit­ar­fé­laga

Anna María Jóns­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Ásgeir svo um kjara­samn­inga kenn­ara og sagðist Ásgeir ekki getað tjáð sig um ein­staka kjara­samn­inga. Hann tók hins veg­ar fram að kjara­samn­ing­arn­ir síðasta vor hafi verið já­kvæðir og að bank­inn teldi þá stuðla að stöðuleika. Þá væri mik­il­vægt að vinnu­markaður­inn gengi í takt.

Hann tók fram að Seðlabank­inn hefði áhyggj­ur af fjár­hag sveit­ar­fé­laga og minnti hann á að tölu­vert stór hluti af verðbólg­unni stafaði af hækk­andi þjón­ustu­gjöld­um sveit­ar­fé­laga. „Auðvitað höf­um við áhyggj­ur af því.“

Að lok­um tók Ásgeir fram að launa­hækk­an­ir á Íslandi hefðu verið meiri á Íslandi en í sam­an­b­urðarlönd­um og að það væri þróun sem gengi ekki upp til lengd­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka