Skjálfti að stærð 3,5 mældist á Reykjanestá klukkan 23.25.
Minni skjálftar fylgdu í kjölfarið en tveimur mínútum síðar, klukkan 23.27 mældist annar skjálfti, 3 að stærð.
Þrátt fyrir þetta segja veðurfræðingar Veðurstofu skjálftahrinuna ekki endilega segja til um gosvirkni á svæðinu. Líklegra sé að spennubreytingar vegna landriss í Svartengi séu að hafa áhrif.