Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald

Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Einn sakborninga í rannsókn á manndrápsmáli sem upp kom í gær hefur verið dæmdur í vikulangt gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sævar Þór Jónsson, lögmaður mannsins í samtali við mbl.is. 

Átta voru handteknir en þremur sleppt eftir yfirheyrslu. Mbl.is hefur heimild fyrir því að óskað hafi verið eftir vikulöngu gæsluvarðhaldi yfir minnst þremur mannanna.  

RÚV sagði fyrst frá 

Sævar Þór segir að úrskurðurinn verði kærður til Landsréttar á morgun.

Sævar Þór Jónsson er lögmaður eins sakborninga í málinu.
Sævar Þór Jónsson er lögmaður eins sakborninga í málinu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert