Víða bjartviðri og hiti að 10 stigum

Hitaspá á landinu klukkan 12 á hádegi.
Hitaspá á landinu klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verða vestan og norðvestan 5-13 m/s á landinu í dag. Það verður sums staðar súld en annars víða bjartviðri. Hitinn verður 3 til 10 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands, en allvíða vægt frost í nótt.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að skammt suðvestur af landinu sé kyrrstæð hæð, sem beinir fremur hægri vestanátt á landinu. Vestanáttinni fylgja lágský, sem leggjast yfir norðan- og vestanvert landið í kvöld og nótt, með þokumóðu eða súld einkum við sjávarsíðuna.

Á morgun verða norðvestan 8-13 m/s við suðurströndina, en annars hæg breytileg átt. Dálítil él verða norðaustan til fram eftir degi, en annars bjart með köflum. Hiti verður 0 til 5 stig, hlýjast syðst, en allvíða vægt frost inn til landsins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert