Alfreð ósakhæfur og gert að sæta öryggisgæslu

Alfreð Erling varð hjónum að bana á Neskaupstað í ágúst …
Alfreð Erling varð hjónum að bana á Neskaupstað í ágúst í fyrra. mbl.is

Al­freð Erl­ing Þórðar­son hef­ur verið met­inn ósakhæf­ur og þar með sýknaður af refsi­kröfu ákæru­valds­ins í tvö­földu morðmáli í Nes­kaupstað í ág­úst í fyrra. Hon­um er hins veg­ar gert að sæta ör­ygg­is­gæslu á viðeig­andi stofn­un og að greiða aðstand­end­um hjón­anna sem hann myrti sam­tals 31 millj­ón í bæt­ur.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Aust­ur­lands, en dóm­ur­inn féll fyrr í vik­unni.

Fram kem­ur í dómi héraðsdóms að Al­freð sé tal­inn hættu­leg­ur sam­kvæmt dóm­kvödd­um mats­manni og talið for­gangs­atriði að hann sé á rétt­ar­geðdeild til að tryggja bæði hans ör­yggi og ör­yggi starfs­fólks fang­elsa.

Í dóm­in­um er kom­ist að þeirri niður­stöðu að Al­freð hafi myrt hjón­in og er vísað til fjöl­margra atriða því til sönn­un­ar.

DNA-rann­sókn, upp­taka, vitni og blóðugur ham­ar

Meðal gagna sem dóm­ur­inn vís­ar til eru framb­urður vitna sem sáu Al­freð á ferð við húsið og upp­taka úr eft­ir­lits­mynda­vél sem sýndi hann ná­lægt hús­inu á þeim tíma sem áætlað er að hjón­in hafi lát­ist og blóðug föt sem hann klædd­ist við hand­töku og voru glögg­lega þau sömu og hann var í á eft­ir­lits­upp­tök­unni.

Þá var gerð DNA-rann­sókn á blóði sem fannst á hamri sem hann var með í bif­reið þegar hann var hand­tek­inn í Reykja­vík, en blóðið reynd­ist úr hon­um og hjón­un­um. Einnig reynd­ist blóðið á fatnaði hans úr hjón­un­um. Að lok­um reynd­ust skóför á vett­vangi passa við þá skó sem Al­freð klædd­ist, en skóf­arið hafði ein­kenn­andi mynstur. Voru það einu skóför­in á vett­vangi sem höfðu stigið í blóð.

Viður­kenndi Al­freð fyr­ir dómi að hafa verið á heim­ili hjón­anna, en sagði þau hafa verið lát­in þegar hann kom á staðinn. Sagðist hann hafa fundið ham­ar­inn á gólfi baðher­berg­is í íbúð hjón­anna og að „vís­inda­menn­irn­ir“ hafi beðið hann um að taka þenn­an ham­ar með sér og taldi hann greini­legt að þau hafi notað ham­ar­inn á hvort annað. Sagðist hann jafn­framt hafa þrifið ham­ar­inn í eld­hús­vask­in­um.

Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari í málinu, fór fram á 20 ára …
Arnþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir, sak­sókn­ari í mál­inu, fór fram á 20 ára fang­elsi yfir Al­freð. mbl.is/​Karítas

Talið sannað að hann hafi myrt hjón­in

Teld­ur dóm­ur­inn út frá gögn­um máls­ins hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að Al­freð hafi beitt hamr­in­um í at­lögu gegn hjón­un­um og þar með fram kom­in lög­full sönn­un þess að hann hafi veist að þeim í sam­ræmi við ákæru.

Er niðurstaða dóms­ins því að hann hafi myrt hjón­in. Hins veg­ar er sam­kvæmt al­menn­ing­um hegn­ing­ar­lög­um mælt fyr­ir að ekki skuli refsað þeim sem sök­um geðveiki, and­legs vanþroska eða hrörn­un­ar, rænu­skerðing­ar eða ann­ars sam­svar­andi ástands hafi verið alls ófær­ir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sín­um.

Sak­hæfis­skort skal meta þröngt

Vísað er í grein­ar­gerð með al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um þar sem seg­ir: „Mark­mið refs­ing­ar er fyrst og fremst vernd­un al­menns réttarör­ygg­is og viðhald lög­bund­ins þjóðskipu­lags. En auk þess full­næg­ir refs­ing rétt­læt­istilfinn­ingu al­menn­ings, er ekki sætt­ir sig við það, að menn skerði órefsað mik­il­væg rétt­indi annarra.“ Seg­ir í dóm­in­um að þessi sjón­ar­mið mæli með því að ákvæðið um sak­hæfi sé skýrt þröngt frek­ar en rúmt, enda sé um að ræða und­an­tekn­ingu frá þeirri meg­in­reglu að mönn­um sé refsað fyr­ir af­brot.

Því leiði það ekki til sak­hæfis­skorts ef menn hafi brenglað raun­veru­leika­skyn eða séu haldn­ir rang­hug­mynd­um af völd­um geðsjúk­dóms, nema hann hafi alls ekki verið fær um að hafa stjórn á gerðum sín­um.

Fjölmenni var í dómsal þegar aðalmeðferð málsins fór fram.
Fjöl­menni var í dómsal þegar aðalmeðferð máls­ins fór fram. mbl.is/​Karítas

Ítar­leg og af­drátt­ar­laus mats­gerð geðlækn­is

Er í dóm­in­um vísað í ít­ar­lega og af­drátt­ar­lausa mats­gerð geðlækn­is og skýrslu hans fyr­ir dómi um afar bág­borna geðhagi Al­freðs. Liggja þá einnig fyr­ir gögn úr skoðun ann­ars geðlækn­is kvöldið sem hann var hand­tek­inn og skoðun rétt­ar­lækn­is og skýrslu­gjöf Al­freðs hjá lög­reglu og upp­taka úr búk­mynda­vél lög­reglu þegar hann var hand­tek­inn.

Lýsti dóm­kvaddi matsmaður­inn því meðal ann­ars fyr­ir dómi „hversu trufl­andi það hefði verið hversu ótrú­lega ró­leg­ur ákærði væri gagn­vart fyr­ir­liggj­andi at­vik­um sem hann hafi í raun lýst eins og vís­inda­skáld­sögu eða hryll­ings­bók­mennt­um frem­ur en raun­veru­leika.“ Hann hafi einnig sýnt sömu ró gagn­vart öðrum at­vik­um, eins og til að mynda er húsið hans hafi brunnið.

„Ógn­vekj­andi bar­áttu við Guð og djöf­ul­inn

Lýsti geðlækn­ir­inn fyr­ir dómi hvernig Al­freð hafi lýst „ógn­vekj­andi bar­áttu við Guð og djöf­ul­inn og röðum ein­stak­linga sem fallið hefðu frá og hvernig mögu­lega væru tengsl þarna á milli. Þetta hafi verið væg­ast sagt óþægi­legt og fram­andi að hlusta á. Enn frem­ur meðal ann­ars að ákærði liti ekki á sig sem sjúk­ling eða sem veik­an og hefði ekki inn­sæi í sjúk­dóm sinn,“ eins og seg­ir í dóm­in­um.

Tel­ur geðlækn­ir­inn hins veg­ar ljóst að Al­freð sé með skýr­an og mjög al­var­leg­an geðrofs­sjúk­dóm.

Eng­in svör kom­in fram um ásetn­ing

Sagði geðlækn­ir­inn jafn­framt að þegar um svona ran­hug­mynda­heim væri að ræða væri stund­um eitt­hvert skipu­lag í gangi með eitt­hvert „skot­mark“ en að í þessu til­viki hafi það ekki verið staðan. Al­freð hafi í raun aldrei lýst ásetn­ingi eða ill­vilja í garð hjón­anna og að ekk­ert sem flokk­ast geti til skyn­sam­legra svara geti skýrt af hverju hann hafi myrt þau.

Tek­ur hann fram að Al­freð viti að rangt sé að deyða og meiða fólk og í ljósi rang­hug­mynda hans sjái hann ekki neina aðra túlk­un mögu­lega en að segja að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sín­um á verknaðar­stundu.

Tek­ur dóm­ur­inn und­ir þetta og met­ur Al­freð ósakhæf­an og vís­ar meðal ann­ars til þess að Al­freð hafi haft uppi hug­mynd­ir um að rík­is­lög­reglu­stjóri væri að ofsækja hann and­lega.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert