Myndskeið og myndir af björguninni

Ferðamanni sem ekk­ert hafði spurst til síðan á laug­ar­dags­kvöld var bjargað fyrr í dag af björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði.

Eins og greint var frá sigldu björg­un­ar­bát­ur frá Ísólfi og Hafbjörgin inn í Loðmund­ar­fjörð í leit að manninum og eftir að dróni frá áhöfn Haf­bjarg­ar var settur á loft komu björg­un­ar­menn auga á mann­inn þar sem hann stóð á kletti í fjör­unni og veifaði til þeirra.

Ánægður settist hann í Haf­björg­ina og fékk heita súpu og orku­drykk til að næra sig. Hafði hann þá verið á ferðinni síðan á sunnu­dag og sofið und­ir ber­um himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefn­poka eða tjalds.

Nærðist á jurtum og vatni

Maðurinn hafði nært sig á jurt­um sem hann fann og taldi ætar og nær­ing­ar­rík­ar ásamt því að drekka vatn.

„Hann sagði við björg­un­ar­menn að hann hefði reynt að ná at­hygli fiski­báta með því að blikka vasa­ljósi sem hann hafði meðferðis, án ár­ang­urs, en þegar hann sá björg­un­ar­skipið og bát­inn sigla inn Loðmund­ar­fjörð, var hann þess full­viss að nú yrði hon­um bjargað.

Hann var svo flutt­ur til Nes­kaupstaðar og á fjórðungs­sjúkra­húsið til aðhlynn­ing­ar,“ sagði Lands­björg.

Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert