Töf á málsmeðferð metin nauðgara til málsbóta

Guðmundur hefur áður verið dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás …
Guðmundur hefur áður verið dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás á hend­ur fyrr­um sam­búðar­konu auk brots gegn nálg­un­ar­banni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­rétt­ur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Guðmundi Elís Briem Sig­ur­vins­syni en hann var dæmd­ur til þriggja ára fang­elsis­vist­ar fyr­ir að nauðga konu í Vest­manna­eyj­um í sept­em­ber 2021.

Guðmund­ur hef­ur áður verið dæmd­ur til fang­els­is­vist­ar fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás á hend­ur fyrr­um sam­búðar­konu auk brots gegn nálg­un­ar­banni.

Frá­sögn trú­verðug og með stoð í sönn­un­ar­gögn­um

Guðmund­ur bar við minn­is­leysi vegna ölv­un­ar sam­kvæmt dómi Lands­rétt­ar og var þannig ekki til frá­sagn­ar um sam­skipti sín við kon­una eft­ir að þau höfðu komið sér fyr­ir í her­bergi henn­ar.

Kon­an gaf hins veg­ar skýra lýs­ingu á hátt­semi hans eft­ir að þau hófu sam­far­ir með samþykki beggja. Þá hafi Guðmund­ur gerst gróf­ur og ekki sinnt beiðni kon­unn­ar um að stöðva at­ferlið held­ur hafið að beita hana of­beldi og nauðung.

Lands­rétt­ur tók und­ir mat héraðsdóms að frá­sögn kon­unn­ar hafi verið trú­verðug og fengi stoð í öðrum sönn­un­ar­gögn­um máls­ins.

Gróft brotið hafði al­var­leg­ar af­leiðing­ar

Lands­rétt­ur leit til þess til þyng­ing­ar dóms­ins að brot Guðmund­ar hefði verið gróft, haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir kon­una og að hann hefði brotið gróf­lega gegn henn­ar kyn­frelsi.

Hon­um „til máls­bóta“ kom drátt­ur sem hafði orðið á málsmeðferð.

Ákvað rétt­ur­inn með vís­an til þess og með hliðsjón af saka­ferli Guðmund­ar að dæma hann til þriggja ára fang­elsis­vist­ar auk þess sem hon­um var gert að greiða kon­unni tvær millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur sem og all­an áfrýj­un­ar­kostnað máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert