Vegagerðin býður út áætlunarflug

Beechcraft King Air 200-vél Norlandair á Bíldudalsvelli.
Beechcraft King Air 200-vél Norlandair á Bíldudalsvelli. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Vegagerðin hefur nýlega boðið út rekstur á áætlunarflugi á Íslandi. Um er að ræða sérleyfissamninga á tveimur flugleiðum.

Útboð Vegagerðarinnar nær til eftirfarandi flugleiða: Reykjavík – Gjögur – Reykjavík og Reykjavík – Bíldudalur – Reykjavík.

Stefnt er að samningstíma til þriggja ára, frá og með 16. nóvember 2025 til og með 15. nóvember 2028.

Möguleiki er á framlengingu tvisvar að loknum samningstíma, til eins árs í senn. Tilboðsfrestur er til 1. apríl næstkomandi. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Gjögurflugvöllur er á Víganesi, austan við Gjögur í Árneshreppi á Ströndum á Vestfjörðum. Flugfélagið Norlandair sinnir áætlunarflugvelli um völlinn til og frá Reykjavík. Að jafnaði er flogið tvisvar í viku og tekur flugið um 45 mínútur.

Bíldudalsflugvöllur er um fimm kílómetra suðaustur af Bíldudal í Vesturbyggð á Vestfjörðum. Norlandair sinnir einnig áætlunarflugi á milli Bíldudalsflugvallar og Reykjavíkurflugvallar.

Flogið er sex sinnum í viku, alla daga nema laugardaga, og tekur flugið um 40 mínútur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert