Starfsmaðurinn sem slasaðist þegar öryggi sprakk í aðveitustöð í álveri Norðuráls á Grundartanga í dag er ekki alvarlega slasaður en verður á spítala í nótt.
Þetta segir Sólveig Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls í samtali við mbl.is.
„Það er unnið að því og hefur gengið vel að koma jafnvægi á rekstur aftur eftir útsláttinn í dag,“ segir hún.
Straumur sé kominn á kerlínuna og unnið sé að því að ná á hana fullum straumi á ný.
„Við notum það mikið rafmagn að það þarf að keyra þetta hægt upp aftur.“
Starfsumhverfið er því alveg öruggt en að sögn Sólveigar er það alltaf það fyrsta sem gengið er úr skugga um.