Er Trump með plan? Er heimsstyrjöld í aðsigi?

Á sama tíma og Donald Trump leggur tolla á nágrannaríki Bandaríkjanna, Kína og Evrópusambandið reynir hann að toga Úkraínumenn og Rússa að samningaborðinu. Hann kallar eftir friði í Evrópu.

Oft virðast aðgerðir hans byggja á fálmkenndum yfirlýsingum og lítt úthugsuðum hugmyndum. En er það svo? Þessari spurningu og fleirum er svarað í nýjasta þætti Spursmála.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg. 

Er Trump í ruglinu?

Tryggvi Hjaltason nam hernaðar- og varnarmálafræði í Bandaríkjunum og þá lauk hann einnig þriggja ára liðsforingjaþjálfun hjá Bandaríkjaher. Hann hefur teiknað upp ólíkar sviðsmyndir um það hvað Trump hyggist fyrir og hvaða árangri hann hefur í hyggju að ná þegar kemur að málefnum Úkraínu, NATO en ekki síst baráttunni um hernaðarlega yfirburði á heimssviðnu. Þar gera Kínverjar sig sífellt líklegri til þess að skáka Bandaríkjunum.

Fáum við lægri vexti á húsnæðislánin í ESB?

Dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands hefur að undanförnu fjallað ítarlega um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Hefur hann t.d. bent á að það sé tómt mál að tala um eina tiltekna húsnæðisvexti á evrusvæðinu. Þar muni miklu milli ólíkra hagkerfa.

Hefur hann tekist nokkuð hart á við Dag B. Eggertsson um þessi mál. Var þeim báðum boðið í þáttinn, bæði í þessari viku og hinni fyrri og þáði Ragnar boðið. 

Hvað ungur nemur gamall temur

Í fréttum vikunnar er rætt við tvo alþingismenn sem bera sitthvorn heiðurstitilinn. Jónína Björk Óskarsdóttir er elsti núverandi þingmaðurinn en hún situr á þingi fyrir Flokk fólksins. Ingvar Þóroddsson er þingmaður Viðreisnar og er hann yngstur þingmanna sem nú sitja.

Sneisafullur þáttur af áhugaverðu efni og skemmtilegum viðmælendum.

Ingvar Þóroddsson, Ragnar Árnason, Tryggvi Hjaltason og Jónína Óskarsdóttir eru …
Ingvar Þóroddsson, Ragnar Árnason, Tryggvi Hjaltason og Jónína Óskarsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert