Leit sem hófst í gærkvöld undan ströndum Borgarness, nærri Grjótá, þar sem talið var hugsanlegt að maður hafi farið í sjóinn hefur verið endanlega hætt.
Þetta segir Ásmundur K. Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við mbl.is.
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út á níunda tímanum í gærkvöld og hófu leit en henni var hætt um miðnætti.
„Það kom ekkert út úr leitinni. Þetta hefur líklega verið bauja,“ segir Ásmundur, og bætir við að einskis sé saknað og málinu sé lokið.