Stefán E. Stefánsson
Andrúmsloftið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er mjög þungt. Þetta staðfestir Rósa Guðbjartsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hún lýsir alvarlegum trúnaðarbresti á þeim vettvangi.
Rósa er gestur Spursmála og lýsir þar atburðarás sem tengist nýgerðum kjarasamningum sveitarfélaganna við kennara. Þar klauf Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, sig út úr hópi forystumanna sveitarfélaganna og segir Rósa að með því hafi hún gert aðra bæjarstjóra að blórabögglum í mjög viðkvæmri stöðu.
Í spilaranum hér að ofan má sjá og heyra lýsingar Rósu á atburðarásinni og hvernig menntamálaráðherra virðist einnig hafa farið að hræra í pottunum á mjög viðkvæmum tímapunkti í samningagerðinni í Karphúsinu.
Rósa kallar einnig eftir því að Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, varpi ljósi á atburðarásina þessa umræddu daga og hvað hann eigi við þegar hann talar um að pólitískur hráskinnaleikur hafi farið í gang.
Viðtalið við Rósu og Björn Brynjúlf Björnsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, má sjá í heild sinni hér að neðan: