Ríkisstjórnin samhljóma um starfsmannalögin

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eyþór

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, tel­ur tíma­bært að end­ur­skoða starfs­manna­lög­in varðandi brott­fall áminn­ing­ar­skyld­unn­ar. Hann seg­ir sam­hljóm inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um það.

Var það á meðal til­lagna hagræðing­ar­hóps á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar að falla skyldi frá áminn­ing­ar­skyld­unni.

mbl.is ræddi við Daða um málið að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Löngu tíma­bært að end­ur­skoða lög­in

Ert þú áfram um til­lögu hagræðing­ar­hóps­ins varðandi áminn­ing­ar­skyld­una?

„Það hef­ur verið mark­mið á ís­lensk­um vinnu­markaði núna í að verða ára­tug að reyna að jafna aðstöðu á milli markaða. Og það er líka ljóst að lög um rétt­indi og skyld­ur op­in­berra starfs­manna eru orðin göm­ul og að það eru marg­ir hlut­ir sem hafa bæst við. Al­menn rétt­indi á vinnu­markaði hafa þró­ast. Það er löngu orðið tíma­bært að end­ur­skoða lög­in,“ seg­ir ráðherr­ann og held­ur áfram:

„Það hef­ur hins veg­ar reynst stjórn­völd­um mjög erfitt að taka þetta upp. Þetta er viðkvæmt, eðli máls­ins sam­kvæmt, en ég er þeirr­ar skoðunar að það sé orðið tíma­bært að end­ur­skoða þessi lög.“

Yrði í sam­ráði við þá sem lög­gjöf­in snert­ir

Mynd­irðu segja að það sé sam­hljóm­ur um það inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

„Já, ég held það, eða ég held ekk­ert um það, já, það er það,“ seg­ir Daði.

„Það er hins veg­ar líka al­veg ljóst að þrátt fyr­ir að menn tali dig­ur­barka­lega á Alþingi um það að ráðast gegn hags­mun­um starfs­manna að þá er það vana­lega aldrei gert held­ur ger­ir ríkið breyt­ing­ar á svona lög­um í sam­ráði við þá sem lög­gjöf­in snert­ir.“

Þannig að það verða sam­skipti þarna á milli að þetta verði gert í svona ákveðinni sátt, eins mikið og hægt er?

„Í sam­ráði við aðila sem verða fyr­ir áhrif­um af laga­breyt­ingu.“

Jafn­gild­ir stríðsyf­ir­lýs­ingu

Þess ber að geta að Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, hef­ur sagt til­lögu hagræðing­ar­hóps­ins jafn­gilda stríðsyf­ir­lýs­ingu.

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, formaður BHM, hef­ur einnig sagst vera ósátt með hug­mynd­ir um að áminn­ing­ar­skyld­an verði fjar­lægð úr starfs­manna­lög­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert