Sá fimmti úrskurðaður í gæsluvarðhald

Nú sitja fimm í gæsluvarðhaldi.
Nú sitja fimm í gæsluvarðhaldi. mbl.is/Karítas

Alls sæta nú fimm manns gæsluvarðhaldi vegna rann­sókn­ar lögreglunnar á máli sem varðar frels­is­svipt­ingu, fjár­kúg­un og mann­dráp. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfuna nú undir kvöld að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi. 

Tvær konur og þrír karlmenn sæta nú gæsluvarðhaldi. 

Lands­rétt­ur staðfesti fyrr í dag gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð Héraðsdóms Suður­lands frá því á miðviku­dag yfir þeim tveim­ur sem kærðu úr­sk­urðina til Lands­rétt­ar.

Í til­kynn­ingu lög­reglu seg­ir að rann­sókn máls­ins miði vel og haldi áfram af full­um þunga en vegna rann­sókn­ar­hags­muna sé ekki unnt að veita nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert