Breiðholtsbraut verður þrengd frá klukkan fjögur að morgni laugardags til klukkan 8:30 sama dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Loftorku Reykjavík, sem hefur fengið leyfi Vegagerðarinnar til framkvæmdarinnar.
Umferð verður stýrt á einni akraein við brú, sem segir í tilkynningu verktakans.
Unnið er að lagningu Arnarnesvegar sem tengja mun saman byggð í Reykjavík og Kópavogi. Meðal annars er unnið að nýrri brú yfir Breiðholtsbraut að norðan.