2,3 milljarðar í húsnæðisstuðning

Tæplega 1.100 grindvískar fjölskyldur hafa þegið sértækan húsnæðisstuðning eftir að …
Tæplega 1.100 grindvískar fjölskyldur hafa þegið sértækan húsnæðisstuðning eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. mbl.is/Karítas

Sértækur húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga sem hafa þurft að leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar hættir í lok mánaðarins. Kostnaður vegna þessa úrræðis frá því bærinn var tæmdur vegna eldsumbrotanna haustið 2023 er tæpir 2,3 milljarðar. Alls hefur verið greitt til 1.072 heimila.

Þetta kemur fram svari Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Árni Þór Sigurðsson formaður Grindavíkurnefndar segir ákveðinn hóp fólks þurfa á áframhaldandi stuðningi að halda og það standi til að styðja áfram við þá sem eru verst settir.

Hvaða hópur er þetta sem þú nefnir?

„Þetta er fyrst og fremst tekjulágur hópur sem er í leiguhúsnæði og hafi þeir átt húsnæði í Grindavík þá hefur eignastaða þeirra ekki dugað til að kaupa sér húsnæði annars staðar og því er þessi hópur í vanda staddur.“

Grindavíkurnefnd hefur lagt til að þessi stuðningsúrræði verði framlengd með þeim breytingum að sett verði tekjuviðmið. Árni segir allmarga sem hafa fengið stuðninginn hefðu fallið út, ef tekjuviðmið hefði verið virkjað.

„Þar sem alþingiskosningarnar bar brátt að vannst ekki tími til að setja inn tekjuviðmiðið og þá var úrræðið framlengt óbreytt til 31. mars.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert