Bakstur, blóm, matreiðsla og málmsuða

Þessar ungur stúlkur úr Tækniskólanum voru ánægðar með kynninguna þar …
Þessar ungur stúlkur úr Tækniskólanum voru ánægðar með kynninguna þar sem skólasystur voru með hendur í hári þeirra. mbl.is/Sigurður Bogi

Þúsundir ungmenna úr 8.-9. bekk grunnskóla víða af landinu hafa nú í vikunni sótt kynninguna Mín framtíð í Laugardalshöll í Reykjavík. Þar hafa fulltrúar framhaldsskóla, atvinnugreina og jafnvel fyrirtækja kynnt menntun og möguleika. Meðal faga í iðn-, verk- og tæknigreinum sem þar eru í deiglu má nefna rafvirkjun, matreiðslu, málmsuðu, húsasmíði, grafíska miðlun, bakstur, blómskreytingar og hárgreiðslu. 

Á sama tíma og námskynningin er haldið á vegum Verkiðnar Íslandsmót iðn- og verkgreina, þar sem keppendur reyna á hæfni sína í krefjandi verkum. Keppt hefur verið í 20-27 greinum hverju sinni og takast keppendur á við raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á skipulagshæfileika og fagmennsku. Úrslit í þessu liggja fyrir í dag.

Lokadagur Minnar framtíðar 2025 fer fram í Laugardalshöll í dag. …
Lokadagur Minnar framtíðar 2025 fer fram í Laugardalshöll í dag. Enginn aðgangseyrir er. Sirkus Íslands verður á svæðinu og fjölmargar iðn- og verkgreinar leyfa gestum að prófa handtökin. Ljósmynd/Aðsend

„Við finnum mjög greinilega að þessi námskynning skilar sér, því æ fleiri ungmenni velja nú iðn- og verkgreinar og gera þær að starfsvettvangi sínum til framtíðar,“ segir Skapti Örn Ólafsson talsmaður verkefnsins.

Mín framtíð stendur út daginn í dag og þá fjölskyldudagskrá og opið milli kl. 10-15. Ber þá að geta þess að á fjölskyldudegi mætir unga fólkið gjarnan á svæðið með foreldrum sínum til þess að kynna sér betur tækifærin sem bjóðast.

Pálmi Ragnarsson fyrirlesari mætir á svæðið kl. 13. og veitir nemendum og foreldrum þeirra góð ráð. Þá tekur Guðjón Þorgils Kristjánsson frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja lagið kl. 13.30. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert