Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að með hverjum klukkutíma sem líður fáist betri yfirsýn á þeirri atburðarás sem átti sér stað og leiddi til dauða mannsins sem fannst látinn í Gufunesi á þriðjudagsmorgun.
„Rannsóknin er í fullum gangi og í dag eru fyrirhugaðar skýrslutökur og gagnavinnsla heldur áfram. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara yfir og vinna úr þeim,“ segir Jón Gunnar í samtali við mbl.is.
Alls sæta nú fumm manns gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á málinu sem varðar frelsissviptinu, fjárkúgun og manndráp. Um er að ræða þrjá karlmenn og tvær konur.
Jón Gunnar segir að lögreglan á Suðurlandi njóti aðstoðar frá lögregluliðum frá nálægum sveitarfélögum og á höfuðborgarsvæðinu, tæknideildar og embættis héraðssaksóknara vegna rannsóknar málsins við einstaka verkþætti.