Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga síðasta sólarhring. Þó er enn búist við kvikuhlaupi, sem kæmi líklegast með afar skömmum fyrirvara.
Skjálftahrinan sem hófst við Reykjanestá á fimmtudag hefur einnig dregið verulega úr sér.
Steinunn Helgadóttir náttúruvársérfræðingur segir við mbl.is að aðeins um 10 skjálftar hafi mælst á svæðinu seinasta sólarhring, ein þeirra var þó um 2,7 að stærð.
Þó hafa 700 skjálftar mælst í hrinunni allri, þar af sex um og yfir 3 að stærð, sá stærsti 3,5.
Rúmmál kviku undir Svartsengi hefur aldrei verið meira frá því að goshrinan við Grindavík hófst í desember 2023.
Gert er ráð fyrir kvikuhólfið hafi bætt við sig tæplega 38 milljónum rúmkílómetra af kviku frá því að landris hófst á ný meðan seinasta gos stóð yfir.
Jarðskjálftavirkni á Sundhnúkagígaröðinni hefur farið vaxandi, líkt og í aðdraganda seinasta goss. Steinunn segir að gert sé ráð fyrir 30-40 mínútna fyrirvara fyrir eldgos.