Brann til kaldra kola

Eldur kom upp í bifreið á bílaplaninu við Fjarðarkaup í …
Eldur kom upp í bifreið á bílaplaninu við Fjarðarkaup í nótt. mbl.is/Eyþór

Bifreið brann til kaldra kola þegar eldur kviknaði í henni á bílastæðinu við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði í nótt.

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan 1 í nótt og fór dælubíll á staðinn og slökkti eldinn en bifreiðin var alelda.

Bíllinn er ónýtur að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu en engan sakaði. Ekki var langt fyrir dælubílinn að fara á staðinn en slökkvistöðin við Skútarhraun er staðsett skammt frá  versluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert