Fyrsti vinningur gekk ekki út í Lottó útdrætti kvöldsins en rúmar 57 milljónir voru í pottinum. Því verður potturinn fimmfaldur í næsta útdrætti.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá.
Þrír miðahafar voru með bónusvinninginn og fá tæpar 292.000 þúsund krónur. Voru þeir miðar keyptir í Jolla á Helluhrauni og tveir á lotto.is.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í jókernum en þó voru níu miðahafar með 2. vinning og munu hljóta 125 þúsund krónur í sinn hlut.
Miðarnir voru keyptir í Euro Market á Smiðjuvegi, tveir í Lottó-appinu, tveir á lotto.is og fjórir miðanna voru í áskrift.