Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um fimm líkamsárásir. Í öllum tilvikum voru hinir grunuðu handteknir.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Í dagbókinni kemur fram að þrír hinna grunuðu hafi verið vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Einn var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Sá fimmti var undir lögaldri og var því haft samband við foreldra og barnaverndaryfirvöld og er málið unnið með þeim.
Þá bárust lögreglu einnig tvær tilkynnt um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbókinni kemur fram að allt hafi verið rólegt þegar lögregla kom á vettvang í öðru málinu en í hinu var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.