Óskýr ákvæði um kílómetragjald í landbúnaði

Bændasamtökin benda í umsögninni á að þrátt fyrir að flestar …
Bændasamtökin benda í umsögninni á að þrátt fyrir að flestar dráttarvélar séu með 40 km hámarkshraða á klst. þá komist einstaka vélar hraðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Bændasamtökin segja afar mikilvægt að búið sé þannig um hnútana í lagafrumvarpi fjármálaráðherra um kílómetragjald, að þar sé skýrt tekið fram að gjaldskyldan taki ekki til landbúnaðartækja, þ.e. dráttarvéla og eftirvagna sem nýttir eru til landbúnaðarstarfa.

„Það eru ákveðin grundvallaratriði sem eru ekki skýrð í frumvarpinu,“ segir Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem hafa sent Alþingi umsögn um frumvarpið. Margrét segir að vísu einsýnt að dráttarvélar sem fara ekki yfir 40 km hraða séu undanþegnar kílómetragjaldi en það mætti vera skýrara í lagatextanum sjálfum.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Margrét Ágústa Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Ljósmynd/Aðsend

Bændasamtökin benda í umsögninni á að þrátt fyrir að flestar dráttarvélar séu með 40 km hámarkshraða á klst. þá komist einstaka vélar hraðar. Ef slíkar vélar séu síðan notaðar almennt á opinberum vegum verði þær gjaldskyldar samkvæmt frumvarpinu.

„Það er mjög óskýrt hvað eru opinberir vegir. Opinberir vegir eru í raun allir vegir, sveitarfélagsvegir, þjóðvegir og héraðsvegir. Og hvað er að vera almennt á opinberum vegum? Ef verið er að heyja eða vinna á vinnuvélum í landbúnaðarstörfum þarf almennt og langoftast að fara á einhvern opinberan veg. Dráttarvélar þurfa almennt að þvera þjóðvegi. Yfir hvað nær þetta ákvæði?“ segir Margrét.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert