„Parkinn“ vill parkera manni

Egill Ólafsson tónlistarmaður.
Egill Ólafsson tónlistarmaður. mbl.is/Eyþór

„Park­in­son er þeirr­ar gerðar að hann vill leggja mann að velli. „Park­inn“ vill par­kera manni, eins og ég segi. Því verður maður að andæfa. Og það hef ég sjálf­ur gert,“ seg­ir Eg­ill Ólafs­son tón­list­armaður sem er staðráðinn í að gera allt sem í hans valdi stend­ur til að hægja á sjúk­dómn­um sem hann greind­ist með fyr­ir fimm árum.

Að sögn Eg­ils er sjúk­dóm­ur­inn harður hús­bóndi og held­ur mönn­um við efnið.

„Þetta hef­ur verið heil­mik­il vinna en vel þess virði; ég er nefni­lega ekki í nein­um vafa um að allt hef­ur þetta í sam­ein­ingu orðið til þess að hægja á sjúk­dómn­um,“ seg­ir Eg­ill en meðal þess sem hann hef­ur gert er að taka mataræðið í gegn, hætta að neyta áfeng­is og stunda mark­vissa og góða hreyf­ingu. Þá seg­ir hann lækna­vís­ind­in hafa margt fram að færa, svo sem hin ágæt­ustu lyf, en einnig hef­ur hann reitt sig á fyr­ir­bæn­ir.

Rætt er við Egil í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert