Sprautaður niður og fjötraður

135 mál voru í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðunu á tímabilinu …
135 mál voru í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðunu á tímabilinu 5-17 í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var handtekinn vegna mjög svo annarslegs ástands sökum fíkniefna í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Viðkomandi ældi í lögreglubifreiðina, var færður á sjúkrahús þar sem hann var sprautaður niður og fjötraður.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 5-17 í dag. Málsatvikum er ekki lýst frekar.

Innbrot og þjófnaðir í miðbæ Reykjavíkur

Var lögreglunni á Hverfisgötu m.a. tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem aðili var laminn í andlitið og tekinn hálstaki.

Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur.

Þar var einnig brotist inn á veitingastað þar sem vínflöskur voru teknar og reiðufé. Sömuleiðis var brotist inn í veislusal í miðbænum. Þar var tekið sjónvarp og fannst mikið af notuðum sprautunálum á staðnum.

Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um heimilisofbeldi í miðbæ Reykjavíkur og var einn vistaður í fangageymslu af þeim sökum.

Smíði á ókristilegum tíma, geltandi hundar og rúm á akbraut

Í Hafnarfirði var tilkynnt um ónæði í heimahúsi. Við skoðun lögreglu kom í ljós að húsráðandi var að smíða ramma á ókristilegum tíma, að nágrönnum fannst.

Lögreglustöðinni á Dalvegi barst tilkynning um geltandi hunda í Breiðholti og þjófnað úr Bónus í miðbæ Kópavogar.

Þá barst lögreglustöðinni á Vínlandsleið tilkynning um að rúm væri á akbraut í Mosfellsbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert