„Stefnum á að gera þetta að árlegum viðburði“

Daníel Sæberg Hrólfsson heldur minningu sonar síns hátt á lofti.
Daníel Sæberg Hrólfsson heldur minningu sonar síns hátt á lofti. mbl.is/Árni Sæberg

2,4 millj­ón­ir króna söfnuðust á Græna deg­in­um sem hald­inn var 2. mars síðastliðinn í minn­ingu Jök­uls Frosta Daní­els­son­ar sem var aðeins fjög­urra ára þegar hann lést af slys­för­um fyr­ir tæp­um fjór­um árum síðan.

Faðir Jök­uls Frosta, Daní­el Sæ­berg Hrólfs­son, var staðráðinn í að nýta þann sára harm sem fylgdi son­ar­missin­um til að láta gott af sér leiða og halda minn­ingu son­ar síns á lofti um ókoma tíð.

Styrkurinn verður afhentur á miðvikudaginn.
Styrk­ur­inn verður af­hent­ur á miðviku­dag­inn.

Þetta var í annað sinn sem haldið var upp á Græna dag­inn í minn­ingu Jök­uls Frosta og 1. mars frá klukk­an 20.08 voru öll aug­lýs­inga­skilti á höfuðborg­ar­svæðinu til­einkuð minn­ingu Jök­uls Frosta í átta mín­út­ur, því að hann hefði orðið átta ára í ár.

„Söfn­un­in gekk mjög vel. Í fyrra söfnuðust um 1,2 millj­ón­ir króna svo við erum virki­lega ánægð með að hafa tvö­faldað þá upp­hæð. Við stefn­um á að gera þetta að ár­leg­um viðburði,“ seg­ir Daní­el við mbl.is.

Hann seg­ir að hug­mynd­in að deg­in­um sé að safna fjár­mun­um fyr­ir börn og ung­linga í sorg en all­ur ágóði renn­ur til Arn­ars­ins, minn­ing­ar og styrkt­ar­sjóðs. Styrk­ur­inn verður af­hent­ur Ern­in­um á miðviku­dag­inn.

„Þessi fjár­hæð nýt­ist fyr­ir börn og ung­linga sem misst hafa ein­hvern náin ást­vin. Örn­inn stend­ur fyr­ir sam­veru­stund­um einu sinni í mánuði, er með sorg­ar­verk­efni fyr­ir börn­in og fyr­ir­lestra og fræðslu í kring­um sorg fyr­ir full­orðna og margt annað,“ seg­ir Daní­el.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert